Andrea Jónsdóttir

eigandi

Ég er grafískur miðlari og útstillingahönnuður og hef alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur hönnun.

​Ég útskrifaðist frá Tækniskólanum sem útstillingahönnuður 2003 og starfaði við það um nokkra ára skeið. Í gegnum það kynnist ég hönnun og vinnslu á auglýsingum og prentlausnum sem kveikti áhuga minn á að mennta mig frekar á því sviði. Árið 2016 lauk ég námi í grafískri miðlun frá Tækniskólanum þar sem ég fékk tvær viðurkenningar fyrir góðan árangur í náminu ásamt því að vera semidúx skólans.

​Ég hef brennandi áhuga á að vinna með einstaklingum og fyrirtækjum að öllu sem við kemur grafískri miðlun og framsetningu. ​Ef þú hefur áhuga að fá aðstoð mína þá endilega hafðu samband. Ekkert verkefni er of lítið eða stórt og geri ég föst verðtilboð í samræmi við umfang.